![]() Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir ári síðan komu Súkkulaðibörnin í heiminn. Fæðing þeirra gekk eins og í sögu og leið tæpur klukkutími frá því fyrsti hvolpurinn kom þar til þau voru öll komin. Kvika stóð sig frábærlega í uppeldinu og stóð Fayro við hliðina á henni eins og stytta og veitti andlegan stuðning af hliðarlínunni á meðan hún sá um ungviðið. Þau búa öll á frábærum heimilum þar sem þau eru elskuð til tunglsins og til baka. Elsku Perla og Yrja til hamingju með daginn ykkar og ég veit að þið fáið eitthvað gott í tilefni dagsins. Varmi sem er í pössun hjá okkur þessa dagana, pabbi ykkar, amma og við hin sendum risa afmælisknús á ykkur í tilefni dagsins.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
April 2023
|