Um síðustu helgi fór fram Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning HRFÍ og áttum við nokkra fulltrúa þar. Samtals voru 53 ástralskir fjárhundar og 4 ræktunarhópar skráðir til leiks. Úr okkar ræktun voru 7 hundar skráðir í dóm og stóðu þau sig öll með sóma. Hlutu öll excellent og fengu mjög fallegar umsagnir. Dómari tegundar var Leif Herman Wilberg frá Noregi og Michael Leonard frá Írlandi dæmdi úrslit um besta öldung sýningar. Hæst ber þó að nefna árangurinn hjá öldungnum á heimilinu henni Izzy sem er að verða 10 ára en langt frá því að það sjáist á henni þegar hún er í hringum því hún veit fátt skemmtilegra en að hlaupa um sýningarhringinn með vinkonum sínum. En hún gerði sér lítið fyrir og varð 4 BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR með Gauju sinni og erum við að rifna úr stolti yfir þessum árangri hennar og ekki skemmir að hún er ræktuð af okkur. Ungliðaflokkur:
Opinn flokkur:
Öldungaflokkur:
Við fórum jafnframt með ræktunarhóp sem samanstóð af þeim systkunum Körmu og Manna sem eru 15 mánaða og Yrju hálfsystir þeirra sem er 12 mánaða. Þessi ungu og bráðefnilegu systkini stóðu sig frábærlega og urðu BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR með mjög fallega umsögn frá dómaranum "One male, two female with one father and two dams. All of excellent types and good similarity. Nice heads, good coat structure and movements. Correct coats"
1 Comment
6/6/2024 18:17:54
I wanted to express my gratitude for your insightful and engaging article. Your writing is clear and easy to follow, and I appreciated the way you presented your ideas in a thoughtful and organized manner. Your analysis was both thought-provoking and well-researched, and I enjoyed the real-life examples you used to illustrate your points. Your article has provided me with a fresh perspective on the subject matter and has inspired me to think more deeply about this topic.
Reply
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|