Það voru blendnar tilfinningar á heimilinu þegar Gimsteinarnir yfirgáfu hreiðrið hvert af öðru. En þakklæti er samt alltaf efst í huga þegar þau fara á ný heimili. Þakklæti fyrir 9 dásamlegar vikur með þessum eðal hvolpum, þakklæti fyrir þau frábæru heimili sem opnuðu arma sína fyrir þeim og síðast en ekki síst þakklæti til vinar okkar Marko Ljutic sem gerði þetta got mögulegt með því að treysta okkur fyrir gullmolanum sínum.
Okkur hlakkar til að fylgjast með þeim af hliðarlínunni í framtíðinni, Karma mun búa hér heima hjá okkur og hin munum við án efa fá að hitta reglulega. Elsku Lúna, Viggó, Manni, Sunna og Katla njótið lífsins með nýju fjölskyldunum ykkar. Við vitum að þið munið vera okkur til sóma og verðið jafnframt glæsilegir fulltrúar okkar ræktunar í framtíðinni <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|