![]() Það er með miklu stolti sem við kynnum væntanlegt got hjá okkur núna í sumar. En þau Fayro (CH Bayouland's Hot N Mangry) og Kvika (Víkur Dreaming Is Believing) eiga von á hvolpum í júní. Kvika er fædd okkur úr Draumagotinu sem er undan Melody (ISCh Melody Time De La Vallée d'Eska) okkar og Ben CIB ISCH RW-15 RW-18 Bayshore Stonehaven Iceland Here I Come) en Fayro er bandarískur að uppruna og býr hjá Marko Ljutic vini okkar í Króatíu sem er með Mangry's ræktunina og er hann hér í tímabundinni heimsókn. Þetta verður fyrsta got Kviku sem er 2ja ára en Fayro á mörg glæsileg afkvæmi út í heimi en þetta verður annað got hans hér á Íslandi. Það er svo sannarlega verðmætt fyrir stofninn hér á landi að geta fengið svona glæsilegan rakka að láni hingað til lands. Þau eru bæði einstakir gullmolar og er gott klór og knús í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. Litaafbrigði gotisins munu verða rautt og rauðyrjótt. Þar sem Kvika er fædd með hálft skott og Fayro er fæddur skottlaus þá geta komið allar lengdir af skotti undan þeim. Þau uppfylla bæði allar heilbrigðiskröfur tegundar en eru auk þess DNA testuð fyrir öllum helstu sjúkdómum sem hægt er að prófa fyrir innan tegundar. Við getum ekki sagt annað en að við séum ákaflega spennt fyrir þessu goti þar sem fyrra got hans hér hjá okkur, Gimsteinagotið, bræddi hug okkar og hjörtu. Takk elsku Marko fyrir að lána okkur þennan einstaka gullmola sem bræddi hjörtu okkar strax við fyrstu kynni á Crufts fyrir nokkrum árum og svo sannarlega verðmætt að geta fengið hann lánaðan núna. Allar nánari upplýsingar um gotið er að finna hér eða í gegnum tölvupóstfangið info@vikurkennel.com.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
October 2023
|