Fyrstu helgina í mars fór fram fyrsta sýning ársins hjá HRFÍ, Norðurljósasýningin og er ekki hægt að segja annað en að árið hafi byrjað vel hjá okkur. Chase varð besti hundur tegundar, ásamt því að hafna í 3 sæti í tegundahópi 1 og verða 3 besti öldungur sýningar, og síðan var dóttir hans Izzy valin besta tík tegundar. Er þetta 4 sýningin í röð sem Chase sigrar tegundina.
Við fórum jafnframt með ræktunarhóp sem samanstóð af hálfbræðrunum Marley og Smára ásamt systursyni þeirra hinum 9 mánaða Polari. Þeir voru valdir besti ræktunarhópur tegundar með heiðursverðlaun ásamt því að hafna í 3 sæti í keppni um besta ræktunarhópur dagsins. Það var Attila Czeglédi, Ungverjalandi, sem dæmdi tegundina og keppni um besta öldung sýningar, tegundahóp 1 dæmdi Kitty Sjong, Danmörku, og ræktunarhópa dæmdi Carl Gunnar Stafberg, Svíþjóð. Við þökkum þeim fyrir að kunna að meta gullin okkar og falleg orð í þeirra garð. Blue fór með Vöku vinkonu sinni í keppni ungra sýnenda á föstudagskvöldinu og stóðu þær sig alveg hreint frábærlega en þær höfnuðu í 2 sæti. Dómari í keppni ungra sýnenda var Daníel Örn Hinriksson. Þessum frábæra árangri væri ekki náð ef við værum ekki með hóp af góðu fólki í kringum okkur. Sendum okkar bestu þakkir til sýnendanna okkar, eigenda og ræktenda erlendis, gætum þetta ekki án ykkar <3 Last weekend we had the first show of the year here in Iceland, The Northern Lights Show, and what a great start of the show year for Team Vikur :)
Breed and BIS Veteran judge was Attila Czeglédi, Hungary, group judge was Kitty Sjong, Denmark, and breeders group judge was Carl Gunnar Stafberg, Sweden. Thanks to the judges for appreciating our precious babies and giving them all so beautiful critique :) Blue and Vaka did great in their first competition together in junior handling on Friday. They did super well together and were in 2nd place. Junior handling judge was Daníel Örn Hinriksson. Big thanks to all our handlers, owners and breeders abroad. This would not have been done without all of you and your help. Love you all and thank you for a great weekend <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|