Í dag fór fram annað Rallý hlýðni próf HRFÍ frá því reglur um greinina voru samþykktar í fyrra. Við áttum tvo glæsilega fulltrúa í báðum prófum dagsins.
Hálfsysturnar Sunna "Víkur Black Pearl NHAT", úr Gimsteinagotinu undan Fayro og Sofie, og Yrja "Víkur Chocolate Creme Brûlée NHAT", úr Súkkulaðigotinu undan Fayro og Kviku, voru báðar skráðar í bæði prófin og stóðust þær þau báðar. Með því fengu þær báðar annað og þriðja stigið sitt af þeim þremur stigum sem þarf til að fá titilinn RL-1 og geta því sótt um hann og hann bætist fyrir framan nöfnin þeirra. Rallý er virkilega skemmtileg grein sem verður gaman að fylgjast með hér á landi í framtíðinni. Innilega til hamingju elsku Andrea og Helga með glæsilega byrjun í þessari grein, fyrstu tveir áströlsku fjárhundarnir á Íslandi sem hljóta þenna titil, og hlakka til að fylgjast með ykkur halda áfram á þessari braut.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|