Það er með miklu stolti sem við kynnum væntanlegt got hjá okkur. En þau Fayro (CH Bayouland's Hot N Mangry) og Sofie (Northern Black Pearl De La Valleé d'Eska) eiga von á hvolpum í lok apríl. Settur dagur á fæðingu hvolpanna er 26. apríl. Sofie er frönsk að uppruna en hún er ræktuð af Alyson Ferriere vinkonu okkar sem er með De La Vallée d'Eska ræktunina í Frakklandi. Fayro er bandarískur að uppruna en hefur búið undanfarin ár hjá vini okkar og meðeiganda að honum, Marko Ljutic í Króatíu sem er með Mangry's ræktunina. Þau eru bæði einstakir gullmolar og er gott klór og knús í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. Þar sem Sofie er beri að rauða litnum geta komið allir litir tegundar og Fayro er fæddur skottlaus því geta komið allar lengdir af skotti undan þeim. Þau uppfylla bæði allar heilbrigðiskröfur tegundar en eru auk þess DNA testuð fyrir öllum helstu sjúkdómum sem hægt er að prófa fyrir innan tegundar. Það er ekki hægt að segja annað en við séum mjög spennt fyrir þessu goti en Gimsteinarnir sem fæddust í febrúar í fyrra eru einnig undan þeim. Gimsteinarnir eru öll ákaflega vel heppnuð og verður gaman að sjá hvað fyrstu dagar sumars færa okkur. Allar nánari upplýsingar um gotið er að finna hér eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected]. ------------------ We proudly present our expected litter. Fayro (CH Bayouland's Hot N Mangry) and Sofie (Northern Black Pearl De La Valleé d'Eska) are expecting puppies by end of April.
Sofie is bred by our friend Alyson Ferriere in France. Fayro is bred in USA and lived for few years in Croatia with our friend and co-owner Marko Ljutic. They both are true gems and they love to cuddle and to be spoiled. As Sofie is red factored we can have all breed color variations and Fayro is born NBT so we can have all tail sizes. They both meet all breeding requirements and are also DNA tested for most of the diseases that can be tested for in the breed. We can only say that we are extremely excited for this litter as they will be full siblings to our Gemstone litter born in February last year. You can find further information about the litter here or through the email [email protected].
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|