Hin 6 ára gamla Izzy okkar (RW-18 C.I.B. ISCH NLM Víkur American Beauty) er stigahæsti hundur tegundar 2018 hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Við erum óendanlega stolt af af stelpunni okkar sem varð mamma fyrir 2 árum en með þessum árangri stígur hún í fótspor foreldra sinna, Reese og Chase, og tveggja bræðra sinna, Marleys og Smára. Sem gerir hana að þriðja afkvæmi Reese til að ná þessum árangri. Við getum með stolti sagt að við séum búin að vera eigendur og/eða ræktendur stigahæsta hunds tegundar allt síðan 2013 sem gerir þetta 6 árið í röð sem við náum þessum árangri. Þessum frábæra árangri hjá Izzy væri ekki náð ef við hefðum ekki einstaka gullmola með okkur í þessu. Theodóru sem hefur þjálfað Izzy síðan hún var hvolpur og þær Gauju og Vöku sem hafa sýnt hana ásamt Theodóru. Takk elsku bestu <3 --------------- Our precious 6 year old girl RW-18 C.I.B. ISCH NLM Víkur American Beauty “Izzy” is Top Australian Shepherd 2018 in the Icelandic Kennel Club. We are over the moon and so proud of our girl that steps into the footsteps of her parents, Reese and Chase, and two of her brothers (Marley and Smári) so she is Reese’s 3rd offspring to get this award. We are extremely proud of having bred and/or owned the top Australian Shepherd in Iceland every year since 2013. That makes this year our 6th year at the top in the breed. Huge thanks to our Theodóra who has trained her since she was a puppy and to our Gauja and Vaka who have handled her along with Theodóra <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|