Suma daga er skemmtilegra að opna póstinn en aðra. Á dögunum færði pósturinn okkur tvo skemmtilega pósta með stuttu millibili. Fyrst kom staðfestingin á Norðurljósa meistaratitlinum, NLM, hennar Izzy og svo kom staðfestingin á alþjóðlega titlinum hennar, C.I.B..
Izzy er þriðji hundurinn í okkar eigu og annar hundurinn úr okkar ræktun til að hljóta alþjóðlegan meistara titil ásamt því að vera þriðji ástralski fjárhundurinn ræktaður á Íslandi til að hljóta hann. En hún er jafnframt fyrsti ástralski fjárhundurinn til að verða Norðurljósa meistari, NLM. Izzy er undan gullmolunum okkar þeim ISVetCh ISCh RW-14 Thornapple Seduction "Reese" og C.I.B. ISVetCh ISCh USCh Thornapple Good To Go "Chase". Hún er úr öðru gotinu okkar og varð 4 ára í byrjun september. Hún eins og pabbi sinn fékk fjórða Cacibið sitt á nóvembersýningunni. Izzy hefur átt góðu gengi að fagna á sýningum hér á landi en hún hefur tekið þátt í 11 sýningum í eldri flokkum og á 9 þeirra hefur hún hafnað í einu af þremur efstu sætunum í keppni um bestu tík tegundar. Hún hefur ávalt hlotið excellent, 10 sinnum hlotið meistaraefni, vann sér inn þátttökurétt á Crufts 2015 og 2016 og einu sinni hafnað í 4 sæti í tegundahópi. Í þau þrjú skipti sem hún tók þátt í hvolpaflokkum varð hún alltaf besta tík tegundar og varð einu sinni besti hvolpur tegundar og hafnaði þá í 4 sæti í keppni um besta hvolp sýningar. Izzy tók eingöngu þátt í tveimur sýningum á síðasta ári en hún brá sér í nýtt hlutverk síðasta vor þegar hún eignaðist 7 yndislega hvolpa. Nokkur þeirra hafa verið að stíga sín fyrstu skref á sýningum við góðan árangur. Við gætum ekki verið stoltari ræktendur og eigendur að þessari prinsessu okkar <3 We just love getting some great news by mail. Last week we had two happy dogmails. First from our kennel club with confirmation on Izzy's Northern Lights title, NLM, and then few days later the confirmation on her International Title from FCI. Izzy is the third dog owned by us to gain this title, the second dog bred by us to gain it and the third Aussie bred in Iceland to become International Champion. She is also the first Aussie to become Northern Lights Champion. Izzy's parents are our precious ISVetCh ISCh RW-14 Thornapple Seduction "Reese" and C.I.B. ISVetCh ISCh USCh Thornapple Good To Go "Chase". She as her father got her fourth Cacib at the November show. She has had great show career as she has taken part in 11 shows after puppy classes and in 9 of the she has been placed in top 3 best female. She has always got excellent, 10 times CK, was qualified for Crufts 2015 and 2016, and was once placed 4th in group 1. She took three times part in puppy classes and was 2 x BOS, 1 x BOB and 1 x Best in Show puppy 4. Izzy only took part in two shows last year as she became mother last spring when she gave birth to 7 beautiful puppies. Few of them have been taking their first steps in shows with great results. We could not be prouder breeders of this precious girl of ours <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|