Maður veit varla hvar maður á að byrja eftir helgi eins og síðasta helgi var hjá okkur og okkar frábæra hóp af hundum og sýnendum 🎉 En þá fór fram Alþjóðleg sýning HRFÍ. Á sýningunni var jafnframt hægt að ávinna sér þátttökurétt á Crufts 2018. Tegundadómari var Nina Karlsdotter, Svíþjóð, og voru 38 ástralskir fjárhundar skráðir til leiks. Sýningin byrjaði á föstudagskvöldið með ungum sýnendum og hvolpum. Við áttum okkar fulltrúa í ungum sýnendum en það voru þær CIB ISCH NLM Víkur American Beauty "Izzy" og Vaka vinkona hennar. Þær stóðu sig með sóma eins og von var á en þær sigruðu sterka keppni í eldri flokki ungra sýnenda. Með sigrinum tryggðu þær sér sæti í íslenska landsliðinu sem keppir á Nordic Winner í Helsinki í desember. Á laugardaginn var komið að ræktunardómum og fengu allir okkar hundar excellent og mjög fallegar umsagnir og jafnframt fengu allir okkar sýnendur hrós frá dómaranum í umsögnunum um það hvað hundarnir væru vel sýndir.
Við skráðum tvo ræktunarhópa til leiks (voru samtals 4 ræktunarhópar í tegund), Víkurræktun og Thornapple ræktun. Víkurræktun varð BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR með heiðursverðlaun og Thornapple ræktun varð 2 besti ræktunarhópur tegundar einnig með heiðursverðlaun. Víkurræktun hafnaði síðan í 3 sæti í keppni um BESTA RÆKTUNARHÓP DAGSINS í mjög stórum hópi ræktenda. Á sunnudeginum stigu þeir feðgar CIB ISVETCH ISCH USCH RW-17 Thornapple Good To Go "Chase" og ISCH Víkur Harry Potter HIT "Smári" aftur inn í stóra hringinn þegar Chase og Theodóra kepptu um besta öldung sýningar og Smári og Karen um besta hund sýningar. Þau stóðu sig öll með sóma eins og von var á og varð Chase einn af 6 efstu í keppni um besta öldung sýningar. En Smári og Karen sýndu það að þau voru langt frá því að vera hætt og geisluðu í hringnum þegar röðin var komin að þeim. Þau gerðu sér lítið fyrir og höfnuðu í 4 sæti um besta hund sýningar. Smári er jafnframt fyrsti hundurinn úr okkar ræktun til að vinna tegundahóp 1 og ná sæti í keppni um besta hund sýningar. Innilega til hamingju með gullmolann ykkar elsku vinir, Silla og Loftur, og elsku Karen okkar þið voruð æði. Tegundadómari var eins og áður sagði Nina Karlsdotter frá Svíþjóð en hún dæmdi einnig tegundahóp 1 og besti öldungur sýningar. Torbjörn Skaar frá Svíþjóð dæmdi úrslit ræktunarhópa og einnig besti hundur sýningar. Endalaust þakklæti til okkar frábæru sýnenda sem sýna hundana okkar alltaf fullkomnlega, til ræktenda okkar erlendis sem standa þétt við bakið á okkur allir sem einn, til Sophie Weil vinkonu okkar fyrir alla fallegu taumana sem hún hefur gert fyrir okkur, 4 loppur fyrir bestu snyrtivörurnar og til ProPac fyrir fóðrið sem hentar hundunum okkar svo vel 😃🐾 Where to start after such a great weekend! 🎉 Last weekend at the International Crufts qualification dog show in Iceland we entered most of our team under judge Nina Karlsdotter, Sweden, 38 aussies were entered!
The show started on Friday evening with junior handling and puppies. We had our representatives in junior handling where CIB ISCH NLM Víkur American Beauty „Izzy“ competed with her dear friend Vaka. They did great and won a very strong competition of junior handlers. With the victory Vaka secured her seat in the Icelandic national team at the Nordic Winner Show in December. On Staturday we had breeding judgement and all our dogs got excellent and very good critiques and in every critique the judge gave all our girls a compliment by specifying that the dogs were „Well handled“.
Vikur kennel ended up as 3rd BEST IN SHOW BREEDERS GROUP of the day in a big group of breeders. On Sunday CIB ISVETCH ISCH USCH RW-17 Thornapple Good To Go "Chase" AND ISCH Víkur Harry Potter HIT "Smári" went back into the ring when Chase and Theodóra competed in best in show veteran and Smári and Karen in best in show. They all did great as expected and Chase was in top 6 best in show veteran. Smári and Karen were stunning in the big ring and ended up in 4th place in BEST IN SHOW. Smári is also the first dog breed by us to win group 1 and be placed in best in show. Huge congrats to his owners our dear friends Silla and Loftur and to our Karen that shows him always to perfection. Breed judge was as said before Nina Karlsdotter, Sweden, she was also group 1 judge as well as best in show veteran judge. Breeders group judge was Torbjörn Skaar, Sweden, and he as well judged best in show. Big thanks to our great team of handlers for always showing our dogs to perfection, to our breeders abroad for always being there for us and sending us all those gems, to our dear friend Sophie Weil for all the beautiful leashes she makes for us, to 4 loppur for the best grooming products and to ProPac for helping us keeping our dogs in so good condition 😃🐾
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|