Fyrsta hundasýning ársins fór fram í dag. Til að hægt væri að fara eftir öllum sóttvarnarlögum fór sýningin fram á tveimur sýningarsvæðum, Víðistaðatúni í Hafnarfirði og Víðidal í Reykjavík og var Aussie sýndur á Víðistaðatúni. Við áttum 7 fulltrúa í tegundinni og ekki hægt að segja annað en þau hafi öll staðið sig frábærlega og verið ræktuninni okkar og tegund til sóma.
Fjórir hvolpar úr Gimsteinagotinu tóku þátt í sýningunni og stóðu þau sig öll ljómandi vel. Sýndu sig öll mjög fallega, fengu öll sérlega lofandi í einkunn og mjög fallegar umsagnir. Besta ungviði tegundar var hún Sunna (Víkur Black Pearl) sýnd af eiganda sýnum Andreu Björk Hannesdóttur.
Tvö Draumabörn tóku jafnfram þátt í sýningunni og stóðu þau sig stórvel og fengu þau bæði mjög fallegar umsagnir og excellent í einkunn.
Kvikmyndagotið átti líka sinn fulltrúa og ekki annað hægt að segja en hún hafi staðið sig ljómandi vel í fyrsta sinn í öldungaflokki rétt tæplega 9 ára gömul.
Víkurræktun fór með ræktunarhóp sem samanstóð af Izzy, Heklu og Stormi og varð hann BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR með heiðursverðlaun. Við erum endalaust þakklát fyrir okkar frábæru sýnendur þær Gauju og Ylfu sem báru höfuð og herðar af árangri dagsins og hefði þetta aldrei náðst nema fyrir tilstilli þeirra þar sem við sjálf gátum ekki verið með í dag. Við óskum þeim og eigendum hundanna innilega til hamingju með frábæran dag og hlökkum til að knúsa þau öll fast í tilefni dagsins.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|