Í dag fagnar Melody okkar 3ja ára afmælinu sínu og að sjálfsögðu sungum við afmælissönginn fyrir hana í morgunsárið. Hún er einstaklega lífsglöð og er litla fiðrildið okkar. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére en dvaldi hjá vinum okkar í Þýskalandi þar til hún varð 7 mánaða gömul og mátti koma heim. Fáum við Alyson seint þakkað að hafa sent okkur þennan einstaka gleðigjafa sem smellpassaði inn í ferfættu fjölskylduna okkar. Melody verður dekruð í dag eins og alla daga og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Melody okkar <3 ---------------------------- Today our precious Melody celebrates her 3rd birthday and of course we sang the birthday song for her this morning. Our little butterfly is always so happy, positive and her smile makes every day a better day. She is bred by Alyson Ferriére in France but stayed with our friends in Germany until she became 7 months old and could come to Iceland. We are so thankful to you, dear Alyson, for trusting us with this precious little girl that fits so well into our four legged family. She will get a lot of extra hugs and kisses today and some extra treats with her dinner tonight. Happy Birthday dear Melody, we love you <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|