Eins og við höfum sagt frá áður fluttust Marley og Thedóra til Þýskalands í apríl s.l. Þau hafa það einstaklega gott þar og leggst lífið þar í landi vel í prinsinn. Um síðustu helgi brugðu þau undir sig betri fætinum og skruppu í stutt stopp til Colmar og Riquewihr í Frakklandi og var það í fyrsta sinn sem Marley fer til Frakklands en eflaust ekki það síðasta. Hann stóð sig ljómandi vel og var landi, þjóð og ræktuninni okkar til sóma. Hann fylgdist prúður með mannlífinu og dýrunum á ferðalaginu. Lífið erlendis virðist eiga mjög vel við hann og elskar hann að geta tekið þátt í öllu daglegu lífi á heimilinu eins og að skreppa í bankann, apótekið eða jafnvel búðina án þess að þurfa að vera bundinn við staur fyrir utan, bíða í bílnum eða jafnvel vera skilinn eftir heima á meðan aðrir erindast í bænum. As we have told you before our Marley moved with our co owner, Theodóra, to Germany last April. They have settled in nicely and love their new life there. Last weekend they took a short trip to Colmar and Riquewihr in France, that was Marley's first visit to France but without doubt not the last one. He did excellent and made us all really proud of him, where he was always relaxed and calm while enjoying the city life. The life abroad seems to fit him well and he loves being able to take part in Theodóra's day to day life. He loves being able to go with her to the bank, the pharmacy and to the grocery store without being tied to bars outside, left in the car or even left at home like we have to do here where dogs are not allowed in public places as mentioned above.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|