Í dag fagna Izzy og systkini hennar úr Kvikmyndagotinu 9 ára afmælinu sínu. Kvikmyndagotið er annað gotið fætt okkur og voru þau alls 11, 6 rakkar og 5 tíkur. Foreldrar þeirra voru fallegu englarnir okkar þau Reese og Chase.
Þau fengu öll alveg yndisleg heimili þar sem þau hafa upplifað endalaus ævintýri með sínu besta fólki og að sjálfsögðu fengið endalaust dekur. Því miður fækkaði um einn gullmola í systkinahópnum síðasta árið en Bósi fór yfir í draumalandið til Jöklu, Ronaldo, Rófu, Smala, Smára og Týs og er mikill söknuður að honum sem og hinum systkinum hans. Elsku Doddi, Gríma, Píla og Izzy til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir systkini ykkar, mömmu og pabba sem munu án efa eiga góðan dag í draumalandinu með eldri systkinum ykkar og frændsystkinum. Kossar og knús á ykkur öll 😘❤️🐾
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|