Í dag fagna Izzy og systkini hennar úr Kvikmyndagotinu 11 ára afmælinu sínu. Kvikmyndagotið er annað gotið fætt okkur og voru þau alls 11, 6 rakkar og 5 tíkur. Foreldrar þeirra voru fallegu englarnir okkar þau Reese og Chase.
Hvolparnir úr Kvikmyndagotinu fengu allir alveg yndisleg heimili þar sem þau hafa upplifað endalaus ævintýri með sínu besta fólki og að sjálfsögðu fengið nóg dekur. Stór hluti þeirra hafa yfirgefið okkur og hlaupa nú um í draumalandinu með foreldrum þeirra. Izzy elskar að vera öldungurinn á heimilinu. Gott sófakúr er í miklu uppáhaldi hjá henni ásamt allri útiveru og fær hún seint leið á því að hlaupa á eftir dóti út í vatn þó að henni finnist mjög leiðinlegt að fara í bað. Sýningarhringurinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá henni en hún lagði sýningarskóna á hilluna eftir nóvembersýninguna í fyrra og lauk sínum sýningarferli með glæsibrag. Elsku Gríma, Píla og Izzy til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir systkini ykkar, mömmu og pabba sem munu án efa eiga góðan dag í draumalandinu með eldri systkinum ykkar og frændsystkinum. Kossar og knús á ykkur öll 😘❤️🐾
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|