Það er ekki hægt að segja annað en júní mánuður hafi byrjað með látum hjá okkur en við þurftum snögglega að kveðja góðan vin til margra ára fyrsta dag mánaðarins. Hann fór frá okkur alltof brátt og alltof fljótt. En Reese hefur greinilega legið á að fá son sinn til sín og nú njóta þau saman í draumalandinu ❤️ Við áttum Marley með Theodóru vinkonu okkar. Hann bjó hjá henni og var samband þeirra einstakt. Hann var sálufélaginn hennar og þekktu þau þarftir hvors annars út og inn og einlægt samband þeirra vakti athygli hvar sem þau komu saman. Marley var einstakur hundur sem bræddi alla með framkomu sinni og einlægni. Hann átti sér marga vini stóra sem smáa. Hann var einstaklega húsbóndahollur, barngóður, kraftmikill og vissi ekkert skemmtilegra en að vera úti að leika sér í sveitinni og ná að skíta sig aðeins út. Marley var veraldarvanur, enda fylgdi hann Theodóru út til Þýskalands þegar hún hóf nám í dýrahjúkrun og dvöldu þau þar í rúm tvö ár. En þau komu heim í fyrra sumar þegar hún hafði lokið náminu. Á því ferðalagi þeirra skoðaði hann heiminn með henni og tóku þau þátt í nokkrum sýningum m.a. 2 heimssýningum þar sem hann stóð sig með sóma enda ekki þekktur fyrir annað í sýningarhringnum. Marley átti góðum sýningarferli að fagna og gekk vel allt frá sinni fyrstu sýningu rétt rúmlega 9 mánaða gömlum allt til sinnar síðustu sýningar sem var heimssýningin í Hollandi 2018. Hann varð íslenskur meistari 2014 og alþjóðlegur meistari 2016 og var fyrsti rakkinn ræktaður á Íslandi til að hampa þeim titli og jafnframt fyrsti hundurinn úr okkar ræktun til þess. Í Þýskalandi náði hann sér í nafnbótina Saarland Sieger 2017. Hann varð stigahæstu hundur tegundar innan Fjár- og hjarðhundadeildar 2013 eftir frábært sýningarár. Við elsku þig endalaust elsku besti Marley okkar og munum aldrei gleyma þér. Hvíl í friði elsku vinur ❤️🐾❤️
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|