Helgina 7. - 8. október fór fram alþjóðleg sýning HRFÍ í Spretti, Kópavogi. Við áttum nokkra fulltrúa þar sem stóðu sig frábærlega í hringnum.
Hekla var valin besta tík tegundar og sigraði svo rakkann og varð besti hundur tegundar. Hún lét það ekki nægja heldur lönduðu þær Jóhanna Sól 3ja sæti í tegundahópi 1. Frábær árangur hjá þessari 4 ára prinsessu okkar sem var listilega sýnd af þeim Hrönn og Jóhönnu Sól. Fayro var valinn besti öldungur tegundar og hafnaði í 3 sæti í keppni um besta rakka tegundar. Hann keppti síðan til úrslita í keppni um besta öldung sýningar á sunnudaginn og var þar valinn í top 6. Frábær árangur þar hjá þessum höfðingja. Þetta var hans þriðja sýning á Íslandi og fékk hann sitt 3ja öldungameistarastig og hefur nú fengið staðfestingu á íslenska öldungarmeistaratitlinum. Í ungum sýnendum áttum við okkar glæsilegu fulltrúa líka en þar keppti Kristín Ragna í eldri flokki með hana Yrju (Víkur Chocolate Creme Brûlée) og stóðu þær sig frábærlega saman í hringnum og höfnuðu í 4 sæti. Sunna (Víkur Black Pearl) tók þátt í yngri flokki með Anítu vinkonu sinni. Þær höfnuðu ekki í sæti í þetta sinn en þær eru bráðefnilegt teymi saman. Rakkar:
Tíkur:
Þessum glæsilega árangri væri að sjálfsögðu ekki náð nema með frábæran hóp af sýnendum og eigendum í kringum okkur og erum við þeim ákaflega þakklát. Takk elsku Gauja, Helga Anna, Hrönn, Jóhanna Sól og Kristín Ragna fyrir ykkar þátt í þessu, þið eruð einstakir gullmolar og án ykkar væri þetta ekki hægt <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
October 2023
|