Um síðastliðna helgi fór fram Deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar og áttum við nokkra fulltrúa þar sem stóðu sig með sóma.
Víkingarnir voru með aldur til að taka þátt í sýningunni og þreyttu þrjú þeirra frumraun sína í sýningarhringnum og ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið frábærlega. Þau Emma, Klaki og Legolas tóku öll þátt og fengu sérlega lofandi í einkunn hjá dómaranum, fengu öll fallegar umsagnir og erum við ákaflega stolt af þeim öllum. Klaki varð BESTA UNGVIÐ TEGUNDAR og varð jafnframt BESTA UNGVIÐI SÝNINGAR. Ekki annað hægt en að segja að þetta sé draumabyrjun hjá þeim Brynju í sýningarhringnum. Drottningin á heimilinu ákvað að vera með comeback á sýningunni og ekki annað hægt en að segja að það hafi verið með stæl. Komin vel á tólfta árið tók hún sig til og varð þriðja besta tík, BESTI ÖLDUNGUR TEGUNDAR og BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR. Hún sýndi það vel hvað hún elskar sýningarhringinn og sveif um hann með Theodóru vinkonu sinni sem sýndi hana á sinni fyrstu sýningum fyrir rúmum ellefu árum. Helstu niðurstöður sýningarinnar: Rakkar:
Tíkur:
Þessum glæsilega árangri væri að sjálfsögðu ekki náð nema með frábæran hóp af sýnendum og eigendum í kringum okkur og erum við þeim ákaflega þakklát fyrir því án þeirra væri þetta ekki hægt <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|