Karma og systkini hennar úr Gimsteinagotinu fagna 2ja ára afmælinu sínu í dag. Systkinin eru sex, fjórar tíkur og tveir rakkar.
Sofie stóð sig frábærlega í uppeldinu og var eins og hún hefði aldrei gert annað. Fayro stóð eins og stytta við hliðina á henni og veitti henni andlegan stuðning af hliðarlínunni á meðan hún sá um börnin. Þau búa öll hjá dásamlegum fjölskyldum þar sem þau eru elskuð til tunglsins og til baka. Elsku Lúna, Viggó, Manni, Sunna og Katla til hamingju með daginn ykkar og ég veit að þið hafið fengið eitthvað gott að borða í tilefni dagsins. Karma systir ykkar, mamma ykkar, pabbi ykkar og við hin sendum ykkur öllum risa knús í tilefni dagsins.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
March 2023
|