Í sumar samþykkti stjórn HRFÍ reglur fyrir rallý hlýðni til að keppa eftir hér á Íslandi. Fyrsta próf félagsins fór fram 30. desember og er gaman að segja frá því að við áttum okkar fulltrúa þar. Hálfsysturnar Sunna "Víkur Black Pearl NHAT", úr Gimsteinagotinu undan Fayro og Sofie, og Yrja "Víkur Chocolate Creme Brûlée NHAT", úr Súkkulaðigotinu undan Fayro og Kviku, stóðust báðar prófið og hafnaði Sunna í 3 sæti. Þær hafa því báðar fengið fyrsta rallý stigið sitt af 3 stigum sem þarf til að fá titilinn LR-1. Rallý er virkilega skemmtileg grein sem nokkrir hundar úr okkar ræktun hafa verið að þreifa fyrir sér í og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Það er aldrei að vita nema við Karma förum að taka þátt með systkinum og hálfsystkinum hennar þar sem henni finnst það ákaflega skemmtileg grein en við höfum aðeins reynt fyrir okkur í því.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|