Þá er fyrstu sýningu ársins hjá HRFÍ lokið, Norðurljósasýningunni, en hún fór fram um mánaðamótin febrúar/mars. Við áttum nokkra fulltrúa þar en 4 draumabörn voru skráð til leiks. Það er ekki annað hægt að segja en þau hafi öll staðið sig frábærlega. Þau fengu öll excellent og ákaflega fallegar umsagnir frá Bo Skalin, Svíþjóð, sem dæmdi tegundina.
Við fórum síðan með þær systur í ræktunarhóp og hlutu þær heiðursverðlaun og urðu BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR. "Nice group. All have lovely temp. They have good angul. and move very well. Some of them could be a little shorter in the loin but very good breedtype. Good work." Systkinin eru öll fóðruð á Eukanuba fóðri frá Petmark á Íslandi og snyrt með Chris Christensen vörum frá 4 loppum og þökkum við báðum fyrirtækjum fyrir stuðninginn. Þessum frábæra árangri með systkinin væri að sjálfsögðu ekki náð nema með þann frábæra hóp af sýnendum, eigendum og vinum sem við höfum í kringum okkur og eru alltaf boðin og búin að taka þátt í þessu með okkur. Takk öll fyrir aðstoðina með gullmolana ❤️🐾❤️ We had our first show of the year in the beginning of March, The Northern Lights show. Not many dogs from us were registered but 4 siblings from the Dream litter participated in junior class and they all did well, got excellent and beautiful critiques from judge Bo Skalin, Sweden.
We took the sisters for breeders group and they did great, got honorary price and became BEST OF BREED BREEDERS GROUP. "Nice group. All have lovely temp. They have good angul. and move very well. Some of them could be a little shorter in the loin but very good breedtype. Good work." The siblings are all fed on Eukanuba food by Petmark in Iceland and groomed with products from Chris Christensen by 4 loppur in Iceland. Big thanks to both companies for their endless support. Such good results at shows would not be achieved without the great team we have with us consisting of handlers, owners and friends that are always ready to take part in all of this with us. Big thanks to our dearest Theodóra, Ylfa and Gauja for showing our babies always to perfection ❤️🐾❤️
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|