Fjár- og hjarðhundadeild HRFÍ var með tvöfalda sýningu fyrstu helgina í september
Á laugardeginum fór sýningin fram á Ingólfshvoli í Ölfusi og voru okkar hundar ekki skráðir í ræktunardóm en Víkurræktun átti samt sína fulltrúa í ræktunardómi og í ungum sýnendum sem stóðu sig frábærlega. Dómari sýningarinnar var Marko Ljutic, Króatíu, og dómari í ungum sýnendum var Daníel Örn Hinriksson - Víkur Red Ruby “Karma” fór með Kristínu Rögnu vinkonu sinni í eldri flokk ungra sýnenda og þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þá keppni með glæsibrag en það er alltaf jafn gaman að horfa á þær saman í hringnum. Til hamingju elsku Kristín okkar - ISCH RW-23 Víkur Dreams Do Come True “Hekla” okkar fór með nýrri vinkonu sinni henni Glódísi Perlu í yngri flokk ungra sýnenda og stóðu þær sig frábærlega þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í sæti - Víkur Black Pearl “Sunna” gotsystir Körmu fór með Anítu Hlín vinkonu sinni í yngri flokk ungra sýnenda og stóðu þær sig frábærlega saman og sigruðu með glæsibrag. Til hamingju elsku Aníta - ISCH Víkur Dreaming Is Believing “Kvika” fór með Ylfu sinni í meistaraflokk og höfnuðu þær í fyrsta sæti með excellent og meistaraefni. - ISJCH Víkur Can’t Help Falling In Love “Bylur” tók þátt í ungliðaflokki með Fanney sinni og stóðu þau sig frábærlega. Bylur varð besti ungliði af gagnstæðu kyni (BOS Junior) og hlaut sitt annað ungliðameistarastig. Hann hefur hlotið staðfestingu á ungliðameistaratitli og getur því bætt ISJCH framan við nafnið sitt. Innilega til hamingju með gullmolann þinn elsku Fanney okkar.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|