Í síðustu viku fengum við skemmtilegan póst frá FCI þegar staðfestingin á alþjóðlega meistaratitlinum, hans Chase kom.
Chase er annar hundurinn í okkar eigu til að hljóta þennan titil. Chase fluttum við inn frá Bandaríkjunum og eru foreldrar hans CH Thornapple Single Barrel "Cruzan" og CH Thornapple Freeze Frame "Icy", Hann hlaut sitt fjórða Cacib á nóvembersýningunni í fyrra þá tæplega 9 ára gamall. Chase var amerískur meistari þegar hann kom til landsins en hann hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna á sýningum hér síðan hann kom til landsins en árið 2016 var hans besta ár til þessa en þá var hann Stigahæsti Australian Shepherd á Íslandi. Hann hefur tekið þátt í 21 sýningu hér á landi og ávallt hlotið excellent ásamt því að hafa verið í einu af 4 efstu sætunum í keppni um besta rakka tegundar í 18 skipti. Á síðustu 4 sýningum félagsins hefur hann verið valinn besti hundur tegundar, orðið í 1, 3 og 4 sæti í tegundahópi 1 ásamt því að hafa verið í 1, 3 og 4 sæti í keppni um besta öldung sýningar. Hann ávann sér jafnframt þátttökurétt á Crufts 2017. Við erum ákaflega stolt af þessum einstaka gullmola okkar, árangri hans á sýningum og hvar sem hann kemur. Við fáum ræktendum hans þeim Ellen og Amy seint fullþakkað að treysta okkur fyrir honum <3 Last week we got some really good new in the mail when we received the International Champion title confirmation for Chase. Chase is the second dog owned by us to gain this title. We imported him from the States few years ago and his parents are CH Thornapple Single Barrel "Cruzan" and CH Thornapple Freeze Frame "Icy". He received his fourth Cacib at the November show, almost 9 years old. Chase was already a champion in the States when he arrived but has had a great show career since he came to us but his best show year was in 2016 when he became Top Australian Shepherd in Iceland. He has taken part in 21 show here and always got excellent among being placed in top 4 male 18 times. At the last 4 shows here in Iceland he has been Best Of Breed, placed 1,3 and 4 in group 1 and placed 1, 3 and 4 in Best In Show Veteran. He was also qualified for Crufts 2017. We are so proud of our precious gem, his results at shows and where ever he comes. We are so thankful to his breeders Amy and Ellen at Thornapple for trusting us with our precious king <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|