Fyrstu súkkulaðibörnin fóru að heiman á fimmtudaginn þegar þau urðu 9 vikna gömul og eru alltaf blendnar tilfinngar sem þjóta um hugann á þeim tímapunkti. Þessi brottfarardagsetning var samt vel við hæfi því þann dag var akkúrat liðið ár frá því pabbi þeirra kom út úr einangrun og hingað heim.
Það voru þau Víkur Chocolate Creme Brulée "Yrja" og Víkur Chocolate Velvet "Varmi" sem fóru fyrst af bæ. Í dag fór svo Víkur Dark Chocolate "Perla" til nýrra eigenda. Við erum þakklát fyrir 9 dásamlegar vikur með þessum gullmolum, þakklát fyrir þau frábæru heimili sem opnuðu arma sína fyrir þeim og síðast en ekki síst þakklát Marko Ljutic fyrir að treysta okkur fyrir þessum einstaka gullmola sem pabbi þeirra er. Við óskum nýjum eigendum innilega til hamingju með gullmolana sína og bjóðum þau jafnframt velkomin í Víkurfjölskylduna.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|