Í dag fagna Bítlabörnin 8 ára afmælinu sínuog eru því formlega orðnir öldungar. Það er alveg hreint ótrúlegt að það séu komin 8 ár síðan við Izzy vorum á fæðingarvaktinni og þessir gullmolar komu í heiminn hvert af öðru. Þau fæddust öll við góða heilsu og voru 7, 4 rakkar og 3 tíkur.
Þau voru öll alveg einstaklega heppin með heimili og búa á frábærum heimilum þar sem þau sinna hinum ýmsu verkefnum, eru elskuð út í eitt og fá eflaust eitthvað gott að borða í dag í tilefni dagsins og nokkur extra knús. Elsku Atlas, Aska, Blue, Polar og Loke innilega til hamingju með afmælið ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki í dag sem og alla aðra daga. Mamma ykkar og við hin sendum ykkur öllum risaknús í tilefni dagsins og kveikjum á kerti fyrir Öskju og Mola sem hlaupa um í draumalandinu með ömmu, afa og öllum frændsystkinum ykkar. Við elskum ykkur öll <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|