Súkkulaðibörnin urðu 6 vikna í gær og fengu myndatöku í tilefni af því. Tíminn hefur liðið hratt með þessa litlu gleðigjafa á heimilinu og erum við ekki alveg að átta okkur á því að þau séu orðin 6 vikna.
Þau elska að vera úti að leika sér og kanna nýja hluti. Þau eru byrjuð að fara á rúntinn og standa sig eins og hetjur í hringtorga og hraðahindranaferðum. Þau ætla að skella sér í skapgerðarmat til Jóhönnu hjá Allirhundar þegar þau eru orðin 7 vikna eins og systkini þeirra gerðu. Næstu vikur þar til þau fara að heiman verða eflaust alltof fljótar að líða en þær munu verða viðburðarríkar fyrir þríeykið.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2022
|