Izzy er einstaklega skemmtileg tík. Hún er mjög námsfús og fljót að læra það sem henni er kennt. Hún er kraftmikil, yfirveguð, barngóð, góð með öðrum hundum og finnst skemmtilegast að fá að taka þátt í öllu.
Henni leiðist ekki að fá að taka þátt í sýningum en hún var sýnd í hvolpaflokki og náði hún sínum besta árangri á Reykjavík Winner 2013 en þá var hún valinn besti hvolpur tegundar og hafnaði í fjórða sæti í keppni um besta hvolp dagsins. Eftir þá sýningu tókum við okkur smá hlé frá sýningum en hún kom aftur til leiks ári seinna á tvöfaldri sýningarhelgi hjá HRFÍ í júní 2014. Þar sigraði hún ungliðaflokk báða dagana og hlaut excellent. Á sunnudeginum endaði hún í öðru sæti á eftir mömmu sinni í keppni um bestu tík tegundar og þar hlaut hún sitt fyrsta islenska meistarastig ásamt því að fá vara cacib. Á þeim sýningum sem hún hefur tekið þátt í hefur hún alltaf fengið mjög góða umsögn frá dómara. Hún varð íslenskur meistari, ISCH, í nóvember 2014 rétt rúmlega 2ja ára, varð síðan alþjóðlegur meistari, C.I.B., 2 árum seinna, varð norðurljósameistari, NLM, í mars 2017 og Reykjavík Winner 2018, RW-18, í júní 2018. 2018 er að öðrum árum ólöstuðum hennar stærsta ár í sýningarhringnum en hún varð besti hundur tegundar, BOB 3 sinnum og hafnaði 2 sinnum í 2 sæti í tegundahópi 1. Það ár fetaði hún í fótspor foreldra sinna og bræðra og varð stigahæsti hundur tegundar hjá HRFÍ. Hún hefur jafnframt tekið þátt í ungum sýnendum með Vöku vinkonu sinni við góðan árangur og hafa þær sigrað saman nokkru sinnum.
Izzy tók sér stutt hlé frá sýningum 2016 en hún eignaðist 7 hvolpa, 4 tíkur og 3 rakka, í maí.
STIGAHÆSTI HUNDUR TEGUNDAR 2018 hjá HRFÍ Faðir: CIB ISVetCh ISCh USCh RW-17 Thornapple Good To Go "Chase", Black tri FF: CH Thornapple Single Barrel "Cruzan", Blue merle FM: CH Thornapple Freeze Frame "Izy", Black tri Móðir: ISVetCh ISCh RW-14 Thornapple Seduction "Reese", Blue merle MF: CH Thornapple Roadhouse Red, Red merle MM: CH Thornapple Promiscuous, Black tri Fædd: 05.09.2012 Ættbókanúmer: IS17676/12 Eigendur: Ólafur Örn Ólafsson og Maríanna Gunnarsdóttir Ræktendur: Ólafur Örn Ólafsson og Maríanna Gunnarsdóttir Litur: Red merle, NBT Augnskoðun: 17.09.2017 HD: A2 AD: Normal PRA: DNA test - Clear CEA: DNA test - Clear HSF4: DNA test - Clear MDR1: +/+ DNA tested clear Besti árangur ræktunardómur: EXL., 1 sæti, 1.BT., BOB, Nordm.stig, RW-18, BIG2