CIB ISVetCh ISCh USCh RW-17 Thornapple Good To Go "Chase"
Elsku besti Chase okkar er fallinn frá. Það er mikil sorg á heimilinu en við erum jafnframt þakklát fyrir 8 1/2 ár með honum, allar dásamlegu minningarnar og eru þær vel geymdar. Hvíldu í friði elsku kóngurinn okkar ❤️🐾❤️ Chase var fluttur til landsins frá Bandaríkjunum í febrúar 2012, ári á eftir Reese og kom til okkar úr Hrísey 1. mars. Það er ekki hægt að segja annað en að það sé eins og hann hafi alltaf verið hjá okkur, þvílíkur ljúflingur sem hann er. Hann er alveg ótrúlega yfirvegaður og góður. Kom beint í faðminn á okkur á flugvellinum, alveg silkislakur. Heima er hann eins og hann hafi alltaf verið þar og bræðir alla með sínu ljúfa og góða viðmóti.
Chase er stórglæsilegur rakki og var búinn að standa sig vel í sýningum ytra áður en hann kom til okkar og var meðal annars orðinn amerískur meistari áður en hann varð okkar. Hann varð íslenskur meistari í ágúst 2012. Chase varð öldungameistari í september 2016 og er hann fyrsti ástralski fjárhundurinn á Íslandi til að bera þann titil, á sömu sýningu var hann valinn besti hundur tegundar, varð besti öldungur tegundar, öðlaðist þátttökurétt á Crufts 2017, varð í 4 sæti í tegundahópi 1 og toppaði sjálfan sig með því að vera valinn besti öldungur sýningar. Á nóvembersýningunni 2016 fékk hann sitt síðasta CACIB og er því orðinn alþjóðlegur meistari. Hann varð Reykjavík Winner 2017 og er því orðinn einn mest titlaði hundur af sinni tegund á Íslandi.
STIGAHÆSTI HUNDUR TEGUNDAR 2016
STIGAHÆSTI ÖLDUNGUR FJÁR- OG HJARÐHUNDADEILDAR 2017 Faðir : CH Thornapple Single Barrel "Cruzan", Blue merle FF: CH Schooner Sums It Up CGC, Blue merle FM: CH Thornapple Kahlua N Cream, Black tri Móðir : CH Thornapple Freeze Frame "Icy", Black tri MF: Thornapple Sub Zero "Courage", Blue merle MM: Thornapple Black Ice Fæddur: 15.01.2008 - 25.06.2020 Ættbókanr: IS17064/12 (innfluttur/USA) Eigendur: Ólafur Örn Ólafsson og Maríanna Gunnarsdóttir Ræktendur: Lisa Penton, Ellen S Brandenburg og Amy Garrison Augnskoðun: 17.09.17 HD: A1 AD: Normal PRA: DNA test - Clear CEA: DNA test - Clear HSF4: DNA test - Clear MDR1: +/+ DNA tested clear Litur: Black Tri, Svartur & Tan með blesa og kraga, Red factored Besti árangur ræktunardómur: 1. sæti, EXL, BOB, BOB öldungur, öldungameistarastig, Crufts qualification, BIG4, BIS öldungur 1