Hin 2ja ára Hekla okkar (Víkur Dreams Do Come True) varð stigahæsta tík tegundar árið 2021 hjá Fjár- og hjarðhundadeild.
Hún átti góðu gengi að fagna á síðasta ári þegar hún steig sín fyrstu skref í hringnum í opnum flokki eftir að sýningar fóru af stað aftur eftir covid hlé. Hún hafnaði í sæti í keppni um bestu tík tegundar á þremur af fjórum sýningum sem hún tók þátt í og hlaut sitt fyrsta meistarastig á árinu.
Við erum óendanlega stoltir eigendur og ræktendur að þessum gullmola okkar og ekki hægt að segja annað en að hún eigi bjarta framtíð fyrir sér í hringnum í framtíðinni.
Þessum glæsilega árangri hennar væri að sjálfsögðu ekki náð nema með góðan hóp af sýnendum í kringum okkur. Takk elsku Gauja, Theó, Ylfa Dögg og Bergdís fyrir að sinna henni svona vel og ná alltaf því besta fram hjá henni í hringnum <3