Hin 6 ára gamla Izzy okkar (RW-18 C.I.B. ISCH NLM Víkur American Beauty) er stigahæsti hundur tegundar 2018 hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Izzy stóð sig einstaklega vel á sýningarárinu hún varð þrisvar sinnum besti hundur tegundar, varð tvisvar sinnum önnur í tegundahópi 1 og varð tvisvar sinnum önnur besta tík tegundar.
Hún hlaut einnig nýjan titil á árinu þegar hún varð besti hundur tegundar í sumar og varð Reykjavík Winner 2018, RW-18. Við erum óendanlega stolt af af stelpunni okkar sem varð mamma fyrir 2 árum en með þessum árangri stígur hún í fótspor foreldra sinna, Reese og Chase, og tveggja bræðra sinna, Marleys og Smára en þau hafa öll náð þessum árangri líka.