CIB ISCH Víkur Harry Potter HIT “Smári" var heiðraður nú í janúar sem stigahæsti hundur tegundar 2017 á uppskeruhátíð Fjár- og hjarðhundadeildar.
Smári stóð sig vel á sýningarárinu en hæst ber að telja árangur hans á septembersýningunni þar sem hann varð besti hundur tegundar (BOB), sigraði tegundahóp 1 (BIG1) og varð fjórði bestu hundur sýningar (BIS4). Á septembersýningunni ávann hann sér þátttökuréttindi á Crufts 2018. Á nóvembersýningunni þegar hann varð 2 besti rakki tegundar á eftir pabba sínum, fékk hann fjórða CACIBið sitt og er því orðinn alþjóðlegur meistari, C.I.B. Elsku Loftur, Silla og Karen Ósk innilega til hamingju með þennan frábæra árangur hjá gullmolanum.