Chase okkar "C.I.B. ISVetCh ISCh USCh Thornapple Good To Go“ var heiðraður sem stigahæsti hundur tegundar 2016 á aðventukvöldi Fjár- og hjarðhundadeildar.
Chase varð besti hundur tegundar, BOB, á þremur síðustu sýningum HRFÍ þar sem hann hafnaði einu sinni í 4 sæti í tegundahópi 1 og gerði sér svo lítið fyrir og sigraði tegundahóp 1 á síðustu sýningu. Hann varð besti öldungur tegundar, BÖT1, tvisvar og BÖT2 tvisvar. Hann hafnaði einu sinni í 4 sæti í besti öldungur sýningar og síðan gerði hann sér lítið fyrir og varð besti öldungur sýningar í september. Hann varð öldungameistari, ISVetCh, og því fyrsti ástralski fjárhundurinn til að klára þann titil. Á septembersýningunni ávann hann sér þátttökurétt á Crufts 2017. Á nóvembersýningunni náði hann í fjórða og síðasta Cacibið sitt og er því orðinn alþjóðlegur meistari, C.I.B.