Bleuroyal Back To Business „Boss“ var heiðraður sem stigahæsti hundur tegundar 2015 á uppskeruhátíð Fjár- og hjarðhundadeildar. Boss stóð sig vel á sýningarárinu en hæst ber að telja árangur hans á sumarsýningu HRFÍ þar sem hann varð besti hundur tegundar (BOB), sigraði tegundahóp 1 (BIG1) og varð annar besti hundur sýningar (BIS2). Þessi árangur hans á sýningunni er einn besti árangur sem Aussie hefur náð á sýningum HRFÍ frá upphafi.