Á aðventukvöldi Fjár- og hjarðhundadeildar í nóvember var hún Reese okkar "ISCh ISVetCh RW-14 Thornapple Seduction" okkar heiðruð sem stigahæsti öldungur fjár- og hjarðhundadeildar árið 2016. Hún er jafnframt þriðji stigahæsti öldungur ársins yfir allar tegundir.
Reese tók þátt í fjórum af fimm sýningum ársins og var í sæti í besti öldungur sýningar á þremur þeirra en á öllum fjórum sýningunum lenti hún í einu af þremur efstu sætunum í keppni um besta tík tegundar og á nóvembersýningunni var hún jafnframt valin besta tík tegundar. Hún náði sér einnig í nýjan titil á árinu þegar hún varð öldungameistari, ISVetCh, núna á nóvembersýningunni.