Misty er fædd í febrúar 2014 í Króatíu og er ræktandi hennar Marko Ljutic, Mangry's Australian Shepherd. Hún fór frá Króatíu til Belgíu í maí og var þar í góðu yfirlæti fram í miðjan september, hjá Ine Vanseer og móður hennar Nadine Vannelyn og fáum við þeim seint fullþakkað hversu vel þær sáu um litlu prinsessuna okkar.
Hún er algjör gullmoli þessi elska og var erfitt að kveðja hana á flugvellinum í Amsterdam eftir stutt kynni í Belgíu. Hún er ekki bara falleg þessi elska heldur hefur hún alveg einstakt geðslag, ljúf, góð, opin, forvitin, hlýðin, prakkari og hægt að halda lengi áfram. Misty er yndisleg viðbót við Aussie fjölskylduna okkar en hún bjó hjá okkur fyrstu árin en býr nú hjá Kareni Ósk dóttur okkar og kærasta hennar. Faðir: JCH Dutch CH Northbay Vulcan No Nonsense "Nono" FF: ASCA CH AMCh Legacy's Power Play "Player" FM: Can CH Northbay's See'in Is Bee-Lieve'in "Bustle" Móðir: BIS CH Mangry's La Bamba Mamacita "Bamba" MF: BIS CH Thornapple Aftershock "Diablo" MM: Multi JCH CH Thornapple America The Beautiful "Maris" Fædd: 06.02.2014 (Króatíu) Ættbókarnúmer: IS20110/14 Eigendur: Maríanna Gunnarsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson Ræktandi:Mangry´s Australian Shepherd Augnskoðun: 05.09.19 HD: A2 AD: Normal PRA: DNA test - Clear CEA: DNA test - Clear HSF4: DNA test - Clear MDR1: +/- DNA tested Litur: Red Tri Skottlengd: Heilt skott Besti árangur ræktunardómur: hvolpaflokkur 4-6 mánaða besti hvolpur tegundar, BIS Baby 3