Melody kom út úr einangrun í lok október 2016. Hún er fædd í Frakklandi en dvaldi hjá vinum okkar í Þýskalandi frá því í byrjun júlí þar til við sóttum hana til þeirra í lok september. Eins og áður sagði er hún fædd í Frakklandi og er ræktandi hennar Alyson Ferriere sem er með De La Vallée d'Eska ræktunina í Frakklandi og fáum við henni seint þakkað fyrir að treysta okkur fyrir þessum einstaka gullmola. Melody er einstaklega opin og skemmtileg, heillar alla sem hún hittir. Hún hefur tekið þátt í nokkrum sýningum síðan hún kom og lent í sæti í besta tík tegundar á þeim flestum og einu sinni orðið besta tík og besti hundur af gagnstæðu kyni. Hún fékk þriðja og síðast íslenska meistarastigið sitt á Reykjavík Winner sýningunni í júní 2018 og er því orðin íslenskur meistarin ISCH.
Melody eignaðist sitt fyrsta got í apríl 2019 og varð amma í júní 2021 og verður gaman að fylgjast með afkomendum hennar vaxa úr grasi. Faðir: BISS BISJ BISSJ EW'16 GCH MULTI CH Jumping Jack Flash Des Terres De Khairyaca FF: CH Caliquin's Center Ice FM: Jr Ch Gold Dust of Crystal Lake Móðir: Happy With Lady Jey Des Terres De Khairyaca MF: CH Sunnycreek's Heavenly Happy Hunk MM: Sr Farandole With Lady Luna Of Crystal Lake Fædd: 21.02.2016 Ættbókarnúmer: IS22481/16 Eigendur: Maríanna Gunnarsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson Ræktandi: Alyson Ferriere Augnskoðun: 03.11.2021 HD: A1 AD: Normal PRA: DNA test - Clear CEA: DNA test - Clear HSF4: DNA test - Clear MDR1: +/- DNA tested Litur: Blue merle, NBT (dna tested), red factored Besti árangur ræktunardómur: exc, 1 sæti, m.efni, m.stig, besta tík, BOS, Crufts qualification