Saarland Sieger 2017 C.I.B ISCh Víkur Bob Marley "Marley"
Elsku besti Marley okkar er því miður fallinn frá. Það bar mjög brátt að og er mikil sorg á heimilinu en við erum jafnframt þakklát fyrir rúm 8 ár með honum og allar dásamlegu minningarnar sem eru vel geymdar. Hvíldu í friði elsku molinn okkar ❤️🐾❤️ Marley er fæddur okkur og er úr fyrsta gotinu hjá okkur, Stjörnugotinu sem er fætt 02.02.2012. Marley er einstaklega skemmtilegur hundur. Hann er mjög húsbóndahollur, barngóður, kraftmikill og finnst mjög gaman að fara út að leika sér og hlaupa um í sveitinni.
Hann tók þátt í sinni fyrstu sýningu í nóvember 2012, þá 9 mánaða gamall og gekk það vonum framar og endaði hann sem annar besti rakki innan tegundar og fékk frábæra umsögn frá dómaranum. Aðeins 15 mánaða gamall var Marley kominn með þrjú íslensk meistarastig en hann gat ekki orðið íslenskur meistari fyrr en hann væri orðinn 24 mánaða og var það því ekki fyrr en á septembersýningunni 2014 sem hann varð íslenskur meistari þegar hann hlaut sitt sjötta meistarastig. Á sömu sýningu ávann hann sér réttindi til að taka þátt á CRUFTS 2015 :)
Marley fékk sitt fjórða CACIB á sumarsýningu HRFÍ 2016 og kláraði þar með alþjóðlegan meistaratitil C.I.B.. Hann er því fyrsti alþjóðlegi meistarinn ræktaður af okkur ásamt því að vera fyrsti Aussie rakkinn ræktaður á Íslandi til að ná alþjóðlegum meistaratitli :)
Marley bjó um tíma í Þýskalandi með Theodóru og var gaman að fylgjast með ævintýrum þeirra þar og heimsækja þau. Hann tók þátt í nokkrum sýningum þar og varð m.a. Saarland Sieger 2017 ásamt því að taka þátt í tveimur heimssýningum, bæði í Hollandi og Þýskalandi og gekk það ljómandi vel. STIGAHÆSTI HUNDUR TEGUNDAR 2013
Faðir: Heimsenda Ösku Íllur "Þengill", Black tri FF: CIB ISCh Bayshore Tin Soldier, Blue merle FM: ISCh ITCh Bayshore The Devil Wears Prada, Black tri Móðir: ISVetCh ISCh RW-14 Thornapple Seduction "Reese", Blue merle MF: CH Thornapple Roadhouse Red, Red merle MM: CH Thornapple Promiscuous, Black tri Fæddur: 02.02.2012 - 01.06.2020 Ættbókarnúmer: IS17096/12 Eigendur: Ólafur Örn Ólafsson, Maríanna Gunnarsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir Ræktendur: Ólafur Örn Ólafsson og Maríanna Gunnarsdóttir Augnskoðun: 01.02.2019 HD: A2 AD: Normal PRA: DNA test - Clear CEA: DNA test - Clear HSF4: DNA test - Clear MDR1: +/- DNA tested Litur: Black tri, red factored Skottlengd: NBT (DNA tested) Besti árangur ræktunardómur: ungliðafl: EXL 1, M.stig, BR, BOB, BIG2