USCh ISCh RW-16 Thornapple Don't Tread On Me "Gadsden"
Elsku Gaddi okkar er því miður fallinn frá en við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með honum þrátt fyrir að hann hafi verið styttri ætlunin var. Því miður skildi hann ekki eftir neina afkomendur eftir sig hér á landi en við áttum margar góðar stundir með honum og eru þær minningar vel geymdar. Hvíldu í friði elsku vinur <3
Gadsden kom frá sömu ræktendum í Bandaríkjunum og Reese og Chase og voru hann og Reese systrabörn. Hann var búinn að taka þátt í sýningum í Bandaríkjunum við góðan árangur og var orðinn amerískur meistari þegar hann kom til Íslands. Hann var tæplega 6 ára þegar hann kom til okkar vorið 2016 en hann var fæddur á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí. Við fáum þeim Ellen og Amy ræktendum hans seint fullþakkað fyrir að gefa okkur færi á að kynnast þessum gullmola.
Hann var einstaklega ljúfur og góður, með mikla persónutöfra, barngóður, elskaði dótið sitt og að fara út að leika.
Hans fyrsta sýning hér á Íslandi var Reykjavík Winner 2016 og stóð hann sig frábærlega þar þegar hann var valinn besti hundur tegunda, BOB, og fékk þar með íslenskt meistarastig sem gerði hann að íslenskum meistara, ISCh, ásamt því að verða Reykjavík Winner 2016, RW-16.
Faðir: CH Thornapple No More Mr Nice Guy "Alice", Black Tri FF: CH Thornapple Tandem Axel "Axel" Black Tri FM: CH Thornapple Russian ToA Party "Cordelia", Black Tri Móðir: CHThornapple Euphoria "Maya", Black Tri MF: CH Thornapple Roadhouse Red, Red Merle MM: CH Thornapple Promiscuous"Monet", Black Tri Fæddur: 04.07.2010 - 17.08.2018 Ættbókanr: IS22126/16 Eigendur: Ólafur Örn Ólafsson og Maríanna Gunnarsdóttir Ræktendur: Ellen S Brandenburg og Amy Garrisson Augnskoðun: 17.09.2017 HD: A2 AD: Normal PRA: DNA test - Clear CEA: DNA test - Clear HSF4: DNA test - Clear MDR1: +/- DNA tested Litur: Black Tri, svartur & tan með blesu og kraga Besti árangur ræktunardómur: 1 sæti, EXL, M.stig, BR, BOB