Er með ungan Australian Shepherd rakka í leit að heimili vegna breyttra aðstæðna.
Tegundin þarf góða hreyfingu og hlýðniþjálfun. Hann hefur lokið hvolpanámskeiði með eiganda sínum við góðan árangur. Hann er geðgóður, samvinnufús og hefur gaman af því að læra og því getur öll þjálfun verið mjög skemmtileg bæði fyrir hann og nýjan eiganda. Foreldrar hans eru mjög geðgóðir, miklir félagar og hafa verið að standa sig vel á sýningum HRFÍ. Þau uppfylla allar ræktunarkröfur og honum fylgir ættbók frá HRFÍ. Allar nánari upplýsingar í gegnum netfangið [email protected].
0 Comments
Í dag fagna Bítlabörnin 8 ára afmælinu sínuog eru því formlega orðnir öldungar. Það er alveg hreint ótrúlegt að það séu komin 8 ár síðan við Izzy vorum á fæðingarvaktinni og þessir gullmolar komu í heiminn hvert af öðru. Þau fæddust öll við góða heilsu og voru 7, 4 rakkar og 3 tíkur.
Þau voru öll alveg einstaklega heppin með heimili og búa á frábærum heimilum þar sem þau sinna hinum ýmsu verkefnum, eru elskuð út í eitt og fá eflaust eitthvað gott að borða í dag í tilefni dagsins og nokkur extra knús. Elsku Atlas, Aska, Blue, Polar og Loke innilega til hamingju með afmælið ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki í dag sem og alla aðra daga. Mamma ykkar og við hin sendum ykkur öllum risaknús í tilefni dagsins og kveikjum á kerti fyrir Öskju og Mola sem hlaupa um í draumalandinu með ömmu, afa og öllum frændsystkinum ykkar. Við elskum ykkur öll <3 Í dag fögnuðu Presleybörnin 2ja ára afmælinu sínu. Foreldrar þeirra eru þau Sofie og Fayro og erum við ákaflega stolt af þessum gullmolum. Þau búa öll hjá dásamlegum fjölskyldum sem elska þau til tunglsins og til baka. Elsku Ivy, Júlí, Bylur og Bryjna innilega til hamingju með afmælið og eigið góðan dag með ykkar besta fólki í dag eins og alla aðra daga. Mamma ykkar og pabbi og við hin sendum ykkur risaknús í tilefni dagsins, við elskum ykkur öll <3 Um síðastliðna helgi fór fram Deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar og áttum við nokkra fulltrúa þar sem stóðu sig með sóma.
Víkingarnir voru með aldur til að taka þátt í sýningunni og þreyttu þrjú þeirra frumraun sína í sýningarhringnum og ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið frábærlega. Þau Emma, Klaki og Legolas tóku öll þátt og fengu sérlega lofandi í einkunn hjá dómaranum, fengu öll fallegar umsagnir og erum við ákaflega stolt af þeim öllum. Klaki varð BESTA UNGVIÐ TEGUNDAR og varð jafnframt BESTA UNGVIÐI SÝNINGAR. Ekki annað hægt en að segja að þetta sé draumabyrjun hjá þeim Brynju í sýningarhringnum. Drottningin á heimilinu ákvað að vera með comeback á sýningunni og ekki annað hægt en að segja að það hafi verið með stæl. Komin vel á tólfta árið tók hún sig til og varð þriðja besta tík, BESTI ÖLDUNGUR TEGUNDAR og BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR. Hún sýndi það vel hvað hún elskar sýningarhringinn og sveif um hann með Theodóru vinkonu sinni sem sýndi hana á sinni fyrstu sýningum fyrir rúmum ellefu árum. Helstu niðurstöður sýningarinnar: Rakkar:
Tíkur:
Þessum glæsilega árangri væri að sjálfsögðu ekki náð nema með frábæran hóp af sýnendum og eigendum í kringum okkur og erum við þeim ákaflega þakklát fyrir því án þeirra væri þetta ekki hægt <3 Í dag fór fram annað Rallý hlýðni próf HRFÍ frá því reglur um greinina voru samþykktar í fyrra. Við áttum tvo glæsilega fulltrúa í báðum prófum dagsins.
Hálfsysturnar Sunna "Víkur Black Pearl NHAT", úr Gimsteinagotinu undan Fayro og Sofie, og Yrja "Víkur Chocolate Creme Brûlée NHAT", úr Súkkulaðigotinu undan Fayro og Kviku, voru báðar skráðar í bæði prófin og stóðust þær þau báðar. Með því fengu þær báðar annað og þriðja stigið sitt af þeim þremur stigum sem þarf til að fá titilinn RL-1 og geta því sótt um hann og hann bætist fyrir framan nöfnin þeirra. Rallý er virkilega skemmtileg grein sem verður gaman að fylgjast með hér á landi í framtíðinni. Innilega til hamingju elsku Andrea og Helga með glæsilega byrjun í þessari grein, fyrstu tveir áströlsku fjárhundarnir á Íslandi sem hljóta þenna titil, og hlakka til að fylgjast með ykkur halda áfram á þessari braut. Í dag fagna Karma og systkini hennar úr Gimsteinagotinu 3ja ára afmælinu sínu. Þau systkinin eru sex, fjórar tíkur og tveir rakkar.
Við erum það heppin að við hittum þau flest reglulega en þau búa öll hjá dásamlegum fjölskyldum þar sem þau eru elskuð til tunglsins og til baka. En Karma býr hjá okkur og varð mamma í desember þegar hún eignaðist 5 gullmola í Víkingagotinu. Hún stóð sig frábærlega í því hlutverki og að öðrum tíkum hjá okkur ólöstuðum er hún mesta mamma sem við höfum átt. Elsku Lúna, Viggó, Manni, Sunna og Katla til hamingju með daginn ykkar og ég veit að þið hafið fengið eitthvað gott að borða í tilefni dagsins. Karma systir ykkar, mamma ykkar, pabbi ykkar og við hin sendum ykkur öllum risa knús í tilefni dagsins. Í dag fagnar Melody 8 ára afmælinu sínu og er því formlega orðin öldungur sem er alveg hreint ótrúlegt því það virkar svo stutt síðan hún kom til okkar. Hún er fædd í Frakklandi en kom hingað til lands þegar hún var orðin 7 mánaða gömul. Við fáum Alyson ræktanda hennar seint þakkað fyrir að hafa sent okkur þetta fallega fiðrildi. Út frá henni höfum við ræktað tvö got en hún er mamma Draumagotsins og amma Súkkulaðigotsins hjá okkur. Melody ætlar að skella sér í bað í tilefni dagsins og að sjálfsögðu verður hún dekruð í dag eins og alla daga og eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Melody okkar <3 Í dag eru 12 ár síðan fyrsta gotið í okkar ræktun fæddist, Stjörnugotið. 8 heilbrigðir gullmolar, 4 rakkar og 4 tíkur, undan Reese (ISCH ISVetCH RW-14 Thornapple Seduction) og Þengli (Heimsenda Ösku Illur).
Marley (CIB ISCH Saarland Sieger 2017 Víkur Bob Marley) áttum við með Theodóru vinkonu okkar og bjó hann hjá henni og brölluðu þau ýmislegt saman eins og að flytja til Þýskalands í 2 ár. Systkini hans fengu öll alveg yndisleg heimili þar sem þau voru dekruð út í eitt og upplifðu endalaus ævintýri með sínu besta fólki. Þau fengu því miður mis mikinn tíma með okkur en elsku Kobbi og Salma til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir Johnny, Æsu, Fróða, Zetu, Marley og Angöru sem munu án efa eiga góðan dag í draumalandinu með foreldrum ykkar, yngri systkinum og frændsystkinum. Kossar og knús á ykkur öll 😘❤️🐾 Við urðum 4 vikna í dag og erum búin að fá ættbókarnöfnin okkar og erum alsæl með þau. Þemað í gotinu eru víkingar og fengum við nöfn eftir því.
Við höfum brasað ýmislegt á okkar stuttu ævi og er alltaf jafn magnað að sjá hvað hlutirnir gerast hratt. Tvífætta amma okkar gerði á okkur taugafræðilega örvun sem við kláruðum í viku þrjú og stóðum við okkur vel í henni. Í viku þrjú opnuðum við líka augun. Þegar við fórum að sjá og heyra opnaðist alveg nýr heimur fyrir okkur og við fórum að fara mun hraðar um. Þegar við urðum 3ja vikna fórum við að vera frammi í stofu og finnst okkur það geggjað gaman. Á viku fjögur fórum við að leika okkur við hvert annað og dót og hluti sem tvífætta amma okkar er mjög dugleg að setja inn hjá okkur. Mamma er algjör ofurmamma, hún mjólkar í okkur eins og herforingi og fórum við að smakka hrærða mjólk þegar við vorum 3ja vikna og fáum við að prófa blöndu af mjólk og fóðri í dag erum við mjög spennt að prófa það. Mamma er mjög dugleg að þrífa okkur og örva og finnst henni mjög gaman að leika við okkur eftir að hún er búin að gefa okkur að drekka og þrífa okkur. Við förum reglulega í hand- og fótsnyrtingu og finnst okkur mjög gott að liggja á bakinu á meðan klær eru klipptar og fá gott bumbuklór í leiðinni. Tvífætta amma okkar er byrjuð að kalla okkur strokufanga því við erum farin að ná að lauma okkur út úr hvolpagirðingunni inn í stofu þegar hún sér ekki til og hún er farin að svara því með því að loka hliðinu þegar hún fer af bæ og er það pínu bömmer fyrir okkur en við sofum hvort sem er svo mikið að við vorum fljót að fyrirgefa henni það. Við erum búin að hitta fullt af fólki og elskum við gott knús og klór og bræðum alla sem hitta okkur og hlökkum til að halda áfram að hitta fólk og kynnast nýjum hlutum. Í sumar samþykkti stjórn HRFÍ reglur fyrir rallý hlýðni til að keppa eftir hér á Íslandi. Fyrsta próf félagsins fór fram 30. desember og er gaman að segja frá því að við áttum okkar fulltrúa þar. Hálfsysturnar Sunna "Víkur Black Pearl NHAT", úr Gimsteinagotinu undan Fayro og Sofie, og Yrja "Víkur Chocolate Creme Brûlée NHAT", úr Súkkulaðigotinu undan Fayro og Kviku, stóðust báðar prófið og hafnaði Sunna í 3 sæti. Þær hafa því báðar fengið fyrsta rallý stigið sitt af 3 stigum sem þarf til að fá titilinn LR-1. Rallý er virkilega skemmtileg grein sem nokkrir hundar úr okkar ræktun hafa verið að þreifa fyrir sér í og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Það er aldrei að vita nema við Karma förum að taka þátt með systkinum og hálfsystkinum hennar þar sem henni finnst það ákaflega skemmtileg grein en við höfum aðeins reynt fyrir okkur í því. |
|