![]() Hálfsysturnar Yrja (Víkur Chocolate Creme Brûlée NHAT) og Sunna (Víkur Black Pearl NHAT) tóku þátt í smalaeðlisprófi Fjár- og hjarðhundadeildar í gær ásamt eigendum sínum og stóðust það með glæsibrag. Þær geta því bætt nafnbótinni NHAT aftan við nafnið sitt líkt og Bylur (ISJCH Víkur Can't Help Falling In Love NHAT) bróðir þeirra. Innilega til hamingju með skvísurnar ykkar Helga og Andrea. ----- The half sisters Yrja (Víkur Chocolate Creme Brûlée) and Sunna (Víkur Black Pearl) finished the natural herding aptitude test yesterday with their owners. So now they can add NHAT behind their names like their brother Bylur (ISJCH Víkur Can't Help Falling In Love NHAT). Great job and huge congrats with your girls Helga and Anna.
0 Comments
Helgina 7. - 8. október fór fram alþjóðleg sýning HRFÍ í Spretti, Kópavogi. Við áttum nokkra fulltrúa þar sem stóðu sig frábærlega í hringnum.
Hekla var valin besta tík tegundar og sigraði svo rakkann og varð besti hundur tegundar. Hún lét það ekki nægja heldur lönduðu þær Jóhanna Sól 3ja sæti í tegundahópi 1. Frábær árangur hjá þessari 4 ára prinsessu okkar sem var listilega sýnd af þeim Hrönn og Jóhönnu Sól. Fayro var valinn besti öldungur tegundar og hafnaði í 3 sæti í keppni um besta rakka tegundar. Hann keppti síðan til úrslita í keppni um besta öldung sýningar á sunnudaginn og var þar valinn í top 6. Frábær árangur þar hjá þessum höfðingja. Þetta var hans þriðja sýning á Íslandi og fékk hann sitt 3ja öldungameistarastig og hefur nú fengið staðfestingu á íslenska öldungarmeistaratitlinum. Í ungum sýnendum áttum við okkar glæsilegu fulltrúa líka en þar keppti Kristín Ragna í eldri flokki með hana Yrju (Víkur Chocolate Creme Brûlée) og stóðu þær sig frábærlega saman í hringnum og höfnuðu í 4 sæti. Sunna (Víkur Black Pearl) tók þátt í yngri flokki með Anítu vinkonu sinni. Þær höfnuðu ekki í sæti í þetta sinn en þær eru bráðefnilegt teymi saman. Rakkar:
Tíkur:
Þessum glæsilega árangri væri að sjálfsögðu ekki náð nema með frábæran hóp af sýnendum og eigendum í kringum okkur og erum við þeim ákaflega þakklát. Takk elsku Gauja, Helga Anna, Hrönn, Jóhanna Sól og Kristín Ragna fyrir ykkar þátt í þessu, þið eruð einstakir gullmolar og án ykkar væri þetta ekki hægt <3 ![]() Þessi mikli meistari á daginn í dag og fagnar hann 9 ára afmælinu sínu. Við erum ákaflega heppin að hafa hann hér hjá okkur og verðum kærum vini okkar og meðeiganda að honum, Marko Ljutic, ævinlega þakklát fyrir að treysta okkur fyrir þessum einstaka gullmola. En Marko kom í heimsókn til okkar núna í byrjun september og urðu gleðilegir endurfundir þegar þeir félagar hittust aftur en þeir hafa ekki hist síðan Fayro kom til okkar fyrir rúmum 3 árum. Lífsgleði hans fær mann alltaf til að brosa þar sem hann er einn glaðasti hundur sem ég hef kynnst og hann sýnir manni ást sína alltaf svo innilega og gerir sér iðulega ekki alltaf grein fyrir því hvað hann er stór. Við munum vera dugleg að knúsa hann í dag, hann fær að sjálfsögðu eitthvað gott að borða í kvöld og eins og eitt nýtt leikfang því bangsar og leikföng eru hans ær og kýr. Til hamingju með daginn elsku besti Fayro okkar, elskum þig endalaust 🥰 ![]() This one of a kind dog celebrates his 9th birthday today. We are so lucky to have him here with us and will be forever thankful to our dear friend and co-owner in him, Marko Ljutic, for trusting us with this gem. Marko visited us in the beginning of September and Fayro was so happy to see him but they haven't met since he came here 3 years ago. He always puts a smile on your face as he is one of the happiest dogs I have met and he shows his love for you so strongly and doesn't always realise how big he is. We will give him endless cuddles today, he will get extra treats, some new toy as he loves toys. Happy Birthday our dearest Fayro we love you to the moon and back 🥰 ![]() Á seinni sýningu Fjár- og hjarðhundadeildar sem haldin var í Dýrheimum, Kópavogi, sunnudaginn 3. september vorum við með okkar hunda skráða og fleiri úr okkar ræktun voru skráð og ekki hægt að segja en að það hafi gengið frábærlega, hlutu öll excellent og fallegar umsagnir. Dómari sýningar var Mette Tufte frá Noregi. Gimsteinninn Manni (Víkur Rafe Agate) tók sig til og varð besti rakki tegundar sýndur glæsilega af Hrönn. Hekla(ISCH RW-23 Víkur Dreams Do Come True) mætti í hringinn með Jóhönnu Sól, sýndi sig frábærlega í tegundardómi og varð besta tík tegundar og sigraði svo Manna í keppni um besta hund tegundar. Hún hélt síðan áfram að standa sig vel í hringnum og þegar kom að því að velja besta hund sýningar hafnaði hún í 2 sæti. Alveg hreint frábær árangur hjá þessari 4 ára prinsessu okkar 🥰 Takk elsku Hrönn fyrir að stökkva inn með engum fyrirvara og sýna Manna svona vel fyrir okkur og takk elsku Jóhanna Sól fyrir þína frumraun með Heklu. Þið eruð snillingar 😘❤️ Takk elsku Kristín Ragna fyrir að sýna Körmu og Kviku fyrir okkur, var virkilega gaman að sjá þessa frumraun ykkar saman í tegund. Þið stóðuð ykkur frábærlega 🥰 Takk allir eigendur hundanna fyrir að taka þátt í þessu með okkur og sýna gullmolana ykkar án ykkar væri þessum frábæra árangri ekki náð 😘. Allir okkar hundar eru fóðraðir á Royal Canin fóðri frá Dýrheimum 🥰 Second day of the Herding club show and we had some dogs registered and few from our breeding were too. They all did great and got excellent and beautiful critiques. Thanks to judge Mette Tufte, Norway, for appreciating our dogs.
Manni (Víkur Rafe Agate) from our gemstone litter did great and became best male of breed shown by Hrönn 🥳 Hekla (ISCH RW-23 Víkur Dreams Do Come True) shown by Jóhanna Sól, did great and became best female of breed and when competing against Manni for best of breed she won and became BEST OF BREED 🤩 She kept doing great in the ring and ended up as RESERVE BEST IN SHOW 😱😍 What a great performance from this 4 year old girl of ours 🥰 Big thanks to dear Hrönn for jumping in without any notice and showing Manni for us and also to you dear Jóhanna Sól for your debut with Hekla in the ring. Big thanks also go to our dear Kristin Ragna for your debut with Karma and Kvika in the ring. You all did great and we are over the moon with the results and how you all showed our gems to perfection 😘❤️ Big thanks to the owners of all the dogs for taking part in all of this with us. Without you it would not be possible to get these great results ❤️ All our dogs are powered by Royal Canin from Dýrheimar 🥰 Results from Sunday: Males:
Fjár- og hjarðhundadeild HRFÍ var með tvöfalda sýningu fyrstu helgina í september
Á laugardeginum fór sýningin fram á Ingólfshvoli í Ölfusi og voru okkar hundar ekki skráðir í ræktunardóm en Víkurræktun átti samt sína fulltrúa í ræktunardómi og í ungum sýnendum sem stóðu sig frábærlega. Dómari sýningarinnar var Marko Ljutic, Króatíu, og dómari í ungum sýnendum var Daníel Örn Hinriksson - Víkur Red Ruby “Karma” fór með Kristínu Rögnu vinkonu sinni í eldri flokk ungra sýnenda og þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þá keppni með glæsibrag en það er alltaf jafn gaman að horfa á þær saman í hringnum. Til hamingju elsku Kristín okkar - ISCH RW-23 Víkur Dreams Do Come True “Hekla” okkar fór með nýrri vinkonu sinni henni Glódísi Perlu í yngri flokk ungra sýnenda og stóðu þær sig frábærlega þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í sæti - Víkur Black Pearl “Sunna” gotsystir Körmu fór með Anítu Hlín vinkonu sinni í yngri flokk ungra sýnenda og stóðu þær sig frábærlega saman og sigruðu með glæsibrag. Til hamingju elsku Aníta - ISCH Víkur Dreaming Is Believing “Kvika” fór með Ylfu sinni í meistaraflokk og höfnuðu þær í fyrsta sæti með excellent og meistaraefni. - ISJCH Víkur Can’t Help Falling In Love “Bylur” tók þátt í ungliðaflokki með Fanney sinni og stóðu þau sig frábærlega. Bylur varð besti ungliði af gagnstæðu kyni (BOS Junior) og hlaut sitt annað ungliðameistarastig. Hann hefur hlotið staðfestingu á ungliðameistaratitli og getur því bætt ISJCH framan við nafnið sitt. Innilega til hamingju með gullmolann þinn elsku Fanney okkar. ![]() Víkur Can't Help Falling In Love "Bylur" náði þeim glæsilega árangri með eiganda sínum um síðustu helgi að verða ungliðameistari, ISJCH, þegar hann fékk sitt annað ungliðameistarastig á tvöfaldri sýningu Fjár- og hjarðhundadeildar. Bylur er 16 mánaða og er úr Presley gotinu, undan gullmolunum okkar þeim Fayro og Sofie og eru foreldrarnir og við að springa úr stolti yfir honum. Innilega til hamingju með fyrsta titilinn ykkar elsku Fanney og Bylur 😘❤️ Víkur Can't Help Falling In Love "Bylur" is a new Icelandic Junior Champion bred by us. He got his last junior cc at the double show last weekend held by our Herding Club.
Bylur is 16 months old from our Presley litter, after our gems, Fayro and Sofie, are we all extremely proud of him. Huge congrats on your first title dear Fanney and Bylur 😘❤️ Í dag fagna Izzy og systkini hennar úr Kvikmyndagotinu 11 ára afmælinu sínu. Kvikmyndagotið er annað gotið fætt okkur og voru þau alls 11, 6 rakkar og 5 tíkur. Foreldrar þeirra voru fallegu englarnir okkar þau Reese og Chase.
Hvolparnir úr Kvikmyndagotinu fengu allir alveg yndisleg heimili þar sem þau hafa upplifað endalaus ævintýri með sínu besta fólki og að sjálfsögðu fengið nóg dekur. Stór hluti þeirra hafa yfirgefið okkur og hlaupa nú um í draumalandinu með foreldrum þeirra. Izzy elskar að vera öldungurinn á heimilinu. Gott sófakúr er í miklu uppáhaldi hjá henni ásamt allri útiveru og fær hún seint leið á því að hlaupa á eftir dóti út í vatn þó að henni finnist mjög leiðinlegt að fara í bað. Sýningarhringurinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá henni en hún lagði sýningarskóna á hilluna eftir nóvembersýninguna í fyrra og lauk sínum sýningarferli með glæsibrag. Elsku Gríma, Píla og Izzy til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir systkini ykkar, mömmu og pabba sem munu án efa eiga góðan dag í draumalandinu með eldri systkinum ykkar og frændsystkinum. Kossar og knús á ykkur öll 😘❤️🐾 ![]() Í dag fagna Draumabörnin fjórða afmælinu sínu. Þau fæddust að kvöldi 20. apríl 2019, 5 tíkur og 2 rakkar. Þrátt fyrir að þetta væri hennar fyrsta got sá Melody alfarið um þetta sjálf og var eins og hún hefði aldrei gert annað. Foreldrar Draumabarnanna eru þau Melody okkar (ISCH Melody Time De La Vallée d'Eska og Ben (CIB ISCH RW-15 RW-18 Bayshore Stonehaven Iceland Here I Come) og eru þau glæsilegir fulltrúar foreldra sinna og tegundarinnar hvar sem þau koma og gaman að sjá hvað þau eru öll skemmtilegar blöndur af foreldrum sínum. Þau upplifðu öll sín ævintýri á liðnu afmælisári og af okkar gullum er það helst að frétta að Hekla og Kvika stóðu sig frábærlega í sýningarhringnum. Hekla varð íslenskur meistari á deildarsýningunni í fyrrasumar þegar hún varð besti hundur tegundar. Kvika átti líka góðu gengi að fagna en hún er komin með tvö íslensk stig og á því bara eitt eftir í að verða meistari. Hún náði þeim glæsilega árangri að verða 2 besta tík tegundar nú í mars. Systkini þeirra héldu áfram að láta ljós sitt skína í öllum þeim verkefnum sem þau tóku sér fyrir hendur og skópu góðar minningar með fjölskyldum sínum. Hekla eyddi deginum að mestu í uppáhaldssveitinni okkar þar sem hún naut þess að vera til. Systkinin fengu að sjálfsögðu öll sín draumaheimili þar sem þau eru elskuð og dekruð út í eitt alla daga. Elsku Mía, Esja, Gosi, Kvika, Stormur og Kolka innilega til hamingju með afmælið og eigið góðan dag með ykkar besta fólki í dag eins og alla aðra daga. Mamma ykkar, Hekla og við hin sendum ykkur risaknús í tilefni dagsins, við elskum ykkur öll <3 ![]() C.I.B. ISVetCh ISCh NLM RW-18-21 ISVW-22 Víkur American Beauty "Izzy" var í gær heiðruð sem stigahæsti öldungur Fjár- og hjarðhundadeildar 2022. Hún átti góðu gengi að fagna á sýningum ársins. Hún tók þátt í öllum sex sýningum ársins, varð besti öldungur tegundar á þeim öllum ásamt því að hafa hafnað í sæti í keppni um besta öldung sýningar á þremur sýningum. Þessi einstaki og sýningarglaði gullmoli hljóp sinn síðasta sýningarhring á Winter Wonderland sýningu HRFÍ í lok nóvember og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi endað tæplega 10 ára sýningarferil sinn með glæsibrag. En hún hafnaði í 2 sæti af 25 í keppni um bestu tík tegundar, varð BESTI ÖLDUNGUR tegundar og náði sér í nýja nafnbót Island Veteran Winner 2022. Hún var jafnframt heiðruð í lok sýningar sem 4 stigahæsti öldungur HRFÍ 2022. ![]() Með þessum glæsilega árangri sínum á árinu fetar hún í fótspor foreldra sinna en þau urðu bæði stigahæstu öldungar ársins á meðan þau voru í hringnum. Við erum ákaflega stolt af þessari drottningu okkar og árangri hennar á árinu sem og undanfarin ár. Þessum glæsilega árangri væri að sjálfsögðu ekki náð án aðstoðar snillinganna okkar þeirra Gauju og Theodóru sem eiga heiðurinn að því að sýna hana í gegnum árin ásamt því að Theodóra hefur snyrt hana á móti mér. Takk elsku þið! Erum með unga tík í leit að nýju heimili. Hún er lífsglöð, ljúf, vön börnum, góð með öðrum hundum, efnileg í hlýðni en fyrst og fremst frábær félagi í útivist og heimavið.
Aussie er kraftmikill og greindur hundur sem getur orðið mjög háður eiganda sínum. Sumir Aussie eru vinalegir við alla, en tegundin er hinsvegar oft gjörn á að vera hlédræg og vör um sig við ókunnuga. Ástralski fjárhundurinn er samvinnufús og áhugasamur að læra og því getur öll þjálfun verið mjög skemmtileg fyrir bæði hund og eiganda. Allar nánari upplýsingar á info@vikurkennel.com |
Archives
October 2023
|